Framtíðarhópur kirkjuþings efnir til hádegisfunda í safnaðarheimili Neskirkju þessar vikurnar. Viðfangsefnið er kirkjan, starf hennar og starfsmöguleikar. Í dag verður rætt um þjóðkirkjuna sem þátttökusamfélag. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir mun halda „örerindi“ og síðan verða umræður. Samfélagið gott, hugmyndir greindar, engin orðafæð og örugglega góð súpa. Verið velkomin kl. 12 – 13 á Neskirkjutorgið.