Á þriðjudaginn síðasta var mikið um dýrðir í Neskirkju þegar yfir 80 ungmenni á fermingaraldri gengu um hverfið með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Sama kvöld tók NeDó, unglingastarf Neskirkju og Dómkirkju, þátt í keilumóti ÆSKR. Lesið áfram, skoðið myndir og fáið nánari fregnir.
Á þriðjudaginn síðasta var mikið um dýrðir í Neskirkju þegar yfir 80 ungmenni á fermingaraldri gengu um hverfið með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Sama kvöld tók NeDó, unglingastarf Neskirkju og Dómkirkju, þátt í keilumóti ÆSKR.
Söfnunin hófst með kynningu á því sem safnað er fyrir og fermingarungmennunum voru sýndar myndir frá þeim þorpum í Afríku sem Hjálparstarf kirkjunnar þjónar. Markmið söfnunarinnar er að færa íbúum hreint vatn og það er gert með því að reisa veglega brunna sem hver getur gagnast hundruðum manna. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar vestrænu neyslubörn að taka þátt í þeirri skyldu kristinna manna að láta sig aðstæður bágstaddra varða. Eftir fræðsluna var snædd pítsa og síðan haldið í hverfið að safna. Við tókum að sjálfsögðu myndir af þessum fríða fermingarhóp.
Keilumót ÆSKR er árlegur viðburður og mættu til leiks fjölmörg æskulýðsfélög að vanda. NeDó fór með veglegan hóp sem hvert um sig stóð sig með prýði í keilunni. Eftir að keppni lauk var haldið í Friðrikskapellu þar sem beðið var og sungið og Grétar H. Gunnarsson guðfræðinemi færði okkur Guðs-orð. Brosið skein af hversu sólskinsbarni eins og myndirnar bera vitni um.