Nú er það útrás! Eldri borgarar í Neskirkju fara ekki aðeins í Opið hús miðvikudaginn 11. október heldur í ferð upp í Hvalfjörð og á Akranes.
Nú er það útrás! Eldri borgarar í Neskirkju fara ekki aðeins í Opið hús miðvikudaginn 11. október heldur í ferð upp í Hvalfjörð og á Akranes.
Ferðin hefst kl. 13. Í Hallgrímskirkju að Saurbæ mun heimamaður taka á móti hópnum og segja frá stað, kirkju og sálmaskáldinu Hallgrími Péturssyni. Síðan verður haldið út á Akraness þar sem safnasvæðið verður skoðað. Sr. Eðvarð Ingólfsson, rithöfundur mun ræða við ferðalanga. Fararstjórar eru Úrsúla Árnadóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Skráning í Neskirkju, s. 511-1560.