Marga langar til að syngja með í messunum, en eru ekki alveg vissir um lag, eigin rödd og hvort þeir eigi að þora.
Marga langar til að syngja með í messunum, en eru ekki alveg vissir um lag, eigin rödd og hvort þeir eigi að þora.
Nú tækifæri til að undirbúa sönginn. Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju við Hagatorg, efnir til söng- og sálmakennslu, á undan sunnudagsmessunum. Sálmakennslan hefst kl. 10.40 og er öllum opin. Svo hefst messan kl. 11 og söfnuðurinn syngur. Allar raddir velkomnar! (SÁÞ)