Föstudaginn 8. apríl verða tónleikar í Neskirkju með hljómsveitinni Tilviljun? Hljómsveitin Tilviljun? samanstendur af hæfileikaríkum ungmennum úr KSS (Kristilegum skólasamtökum). Þau hafa víða komið fram á æskulýðsviðburðum kirkjunnar, leiddu lofgjörðina á Landsmóti ÆSKÞ 2010 og hafa verið með Neskirkjuleiðtogum á NeDó stund. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er ókeypis inn.