Í messunni á sunnudag verða íhuguð tengsl fjármuna og siðferðis. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari auk sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Eftir veglegar hádegisveitingar verður aðalfundur Nessóknar haldinn.
Í messunni á sunnudag verða íhuguð tengsl fjármuna og siðferðis. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari auk sr. Arnar Bárðar Jónssonar.
Félagar í kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Messan hefst kl. 11. Eftir messu býður sóknarnefnd kirkjugestum í hádegisverð; súpu, brauð og kaffi. Aðalfundur Nessóknar hefst um um kl. 12.30. Verið velkomin, kirkjan er fyrir alla.