Hátíðarmessa verður í Neskirkju á hvítasunnudag kl. 11. Í messunni verða lesnir ritningarlestrar á framandi tungum. Er með því vísað til reynslu manna í árdaga þegar fagnaðarerindið heyrðist flutt á mörgum tungum.
Hátíðarmessa verður í Neskirkju á hvítasunnudag kl. 11. Fermdur verður Veigar Friðgeirsson, Sörlaskjóli 16. Í messunni verða lesnir ritningarlestrar á framandi tungum. Er með því vísað til reynslu manna í árdaga þegar fagnaðarerindið heyrðist flutt á mörgum tungum.
Lesarar verða Ágota Joó og Toshiki Toma.
Kór Neskirkju syngur undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar og Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng.
Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma auk leikmanna sem aðstoða við útdeilingu sakramentis.
Á annan í hvítasunnu messar sr. Sigurður Árni Þórðarson kl. 11. Nánari upplýsingar á neskirkja.is