Er hægt að ala börn upp í trúarlegu tómarúmi? Hvað um sannleika trúarbragða? Í prédikun næsta sunnudags verður fjallað um boðskap Jesú að hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Aðstoð við útdeilingu: Hanna Johannessen. Meðhjálpari og kynnir dagskrár í upphafi messu er Rúnar Reynisson.
Börnin hefja sín störf í kirkjunni með eldra fólkinu, en fara eftir lestra í safnaðarheimili og njóta fræðslu við hæfi. Umsjón með barnastarfi hafa Guðmunda I. Gunnarsdóttir, Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.
Messan hefst kl. 11. Verið velkomin, kirkjan er fyrir alla og starfar í þjónustu trúar og lífs.