Tvær messur verða í Neskirkju 15 apríl. Í morgunmessunni kl. 11 verður fjallað um Japana, Kanadabúa og Jesú Krist! Eftir hádegi kl. 13.30 verða síðan 16 ungmenni fermd, síðasti fermingarhópurinn þetta vorið.
Í morgunmessunni mun sr. Sigurður Árni Þórðarson prédika og þjóna fyrir altari. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Aðstoð við útdeilingu: Hanna Johannessen. Meðhjálpari og kynnir dagskrár í upphafi messu er Rúnar Reynisson.
Börnin hefja sín störf í kirkjunni með eldra fólkinu, en fara eftir lestra í safnaðarheimili og njóta fræðslu við hæfi. Umsjón með barnastarfi hafa Guðmunda I. Gunnarsdóttir, Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.
Morgunmessan hefst kl. 11. Allir velkomnir, líka í fermingarmessuna kl. 13.30. Prestar Neskirkju þjóna fyrir altari.
Verið velkomin, kirkjan er fyrir alla og starfar í þjónustu trúar og lífs.