Í október verður boðið upp á námskeiðið Trú og tilvist á 21. öld. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl. 18.00 – 20.30. Byrjað er með máltíð á Torginu. Námskeiðið sjálft er ókeypis en verðið á matnum er 1000 kr. í hvert skipti. Skráning í síma 511 1560 eða hjá runar@neskirkja.is.
Í námskeiðinu verður farið í grunnstef trúarinnar. Hvers vegna lifir trúin góðu lífi þrátt fyrir gríðarlegar breytingar og framfarir liðinna alda? Hverjar eru játningar Þjóðkirkjunnar? Er hægt að trúa þeim og taka undir þær? Áætlað er að halda námskeið á þriðjudögum í október. Örn Bárður mun leiða námskeiðið.