Krossgötur mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Nýverið kom út bók eftir Óttar Guðmundsson lækni um Sigurð Breiðfjörð rímnaskáld og samskipti hans við helstu samtímamenn sína þar á meðal Jónas Hallgrímsson og aðra Fjölnismenn.
Óttar og eiginkona hans Jóhanna Þórhallsdóttir, söngkona koma á Krossgötur og flytja þar dagskrá um ævi og harmsögu Sigurðar. Óttar segir frá en Jóhanna flytur rímur eftir Sigurð.