Það er fjölbreytt dagskrá í Neskirkju.

Sunnudaginn 2. febrúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að vanda. Við hefjum stundina saman inni í kirkju en svo færist sunnudagaskólinn yfir í safnaðarheimilið þar sem Ari, Guðrún og Karólína halda uppi fjörinu.

Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms organista og sr. Steinunn Arnþrúður predikar og þjónar fyrir altari.

Hressing og samfélag á torginu að loknum samverum.

Kl. 12.30 hefst biblíulestur í safnaðarheimili. Fyrstu tveir kaflar Markúsarguðspjalls verða lesnir og sr. Steinunn fjallar um guðspjallið og helstu hugtök. Boðið verður upp á súpu fyrir þau sem taka þátt.

Kl. 18.00 er bókakvöld þar sem fjallað verður um bók sr. Vigfúss Bjarna Albertssonar, Hver vegur að heiman.Höfundur deilir í þessari bók bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann verður með á kvöldinu ásamt Auði Pálsdóttur dósent við menntavísindasvið H.Í sem deilir með okkur reynslu sinni af bókinni. Boðið verður upp á súpu og hressingu.