Annar í jólum kl. 11.00. Helgistund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður í kringum jólatréð og sungið dátt við undirleik Ara Agnarssonar. Góðir gestir kíkja við, gefa börnunum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum. Umsjón hafa sr. Steinunn Arnþrúður og leiðtogar barnastarfsins