Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sungin verða jólalög af ýmsu tagi. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina með starfsfólki úr sunnudagaskólanum.
Hressing og samféla á torginu að lokinni guðsþjónustu.
Kl. 12.30 Biblíulestur í umsjón sr. Steinunnar. Farið verður yfir jólaguðspjallið og það rætt útfrá ýmsum sjónarhornum.