Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 13. október. Sameiginlegt upphaf inni í kirkjunni en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Í messunni syngur Háskólakórinn og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir leiðir leiki söng og sögur í sunnudagaskólanum með Karen Sól Helgadóttur og Ara Agnarssyni sem leikur undir.
Hressing og samfélag á torginu eftir stundirnar.
Kl. 12.30 hefst námskeið um Biblíuna, tilurð og samsetningu. Námskeiðið er í umsjón sr. Steinunnar og er sunnudagana 13. og 20. október. Námskeiðsgestum er boðið upp á súpu við upphaf námskeiðstíma. Gert er ráð fyrir að hvort skipti sé um það bil klukkustund.