Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Þar verður söngur, leikur og sögur í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Karólínu Bjargar Óskarsdóttur og Ara Agnarssonar undirleikara.

Við messuna syngur Kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma þjóna. Olga Khodov frá Úkraínu verður fermd.

Hressing og samfélag á torginu eftir messu og sunnudagaskóla.