Krossgötur mánudaginn 16. september kl. 13.00. Biskup á breytingatímum: Dr.Gunnar Kristjánsson fer yfir sögu Jóns biskups Helgasonar, segir frá námsárum hans í Kaupmannahöfn og kynnum hans af þýskum guðfræðingum á námsárum sínum. Síðan verður fjallað um kennslustörf hans og rektorsstörf við Háskólann. Farið verður allítarlega yfir störf hans sem biskups og greint frá vísitasíum. Þá er fjallað um Jón sem myndlistarmann og síðast en ekki síst um myndverk hans af Reykjavík og eitt og annað sem hann skrifaði um sögu Reykjavíkur.