Messa kl. 11 á þrenningarhátíð. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Prestur leggur út frá sögunni um Abraham í Mamre lundi þegar þrír óvæntir gestir birtust. Hressing og samfélag á Torginu að messu lokinni. Verið öll hjartanlega velkomin.