Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 21. apríl kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni.Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og er þetta fyrsta messa hennar að loknu námsleyfi.
Sunnudagaskólinn flytur sig svo í safnaðarheimilið þar sem búast má við söng og sögum og gleði undir stjórn Kristrúnar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar. Kaffi og samfélag á torginu eftir messu.