Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna O R Ð I Ð – (verða varð urðum orðið) í Neskirkju sunnudaginn 25. febrúar. Opnunin verður í safnaðarheimilinu að lokinni messu sem hefst klukkan 11.00. Sýningin samanstendur af völdum textaverkum og skúlptúrum sem Jóna Hlíf hefur unnið á undanförnum árum.
„Það er eitthvað við að raða saman myndum sem minningum í ákveðna röð, velja úr því sem hefur þegar gerst. Bæði er upprifjunin sjálfstæð athöfn og ákveðin íhugun fylgir því að endurmeta gæði eða líkindi. „Nú er við lítum yfir farinn veg …“ og allt það. Safnplötur og mixteip. Best of. Liðin tíð. Nú siglum við bara djúpið hafandi ekki sýn á hvað tengir eða hvað hefur þegar verið sagt í miðju upplýsingaflóðinu. Við eigum varla stund til að endurmeta, endursýnum ekki.
Þetta er aftur á móti útgangspunktur sýningar hér og nú: Að umorða og tengja verk sem þegar hafa verið sýnd á undanförnum árum.“
Þetta er aftur á móti útgangspunktur sýningar hér og nú: Að umorða og tengja verk sem þegar hafa verið sýnd á undanförnum árum.“