Krossgötur mánudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Fjallað verður um ýmis álitamál tengd fjármálum eldra fólks, fasteigna/húsnæðismálum, lífeyrismálum og svo erfðamálum. Vilt þú vita hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Hvaða reglur gilda og hverju er hægt að breyta? Farið verður yfir meginreglur erfða- og hjúskaparlaga og leitast verður við að svara helstu spurningum sem vakna varðandi erfðamál og hvaða reglur gilda um erfðaskrár og kaupmála. Þá er fjallað um stöðu sambúðarfólks við fráfall maka og hverjir eru möguleikar varðandi erfðarétt. Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður er stofnandi fyrirtækisins Búum vel sem er sérhæfð lögfræðiþjónusta er veitir ráðgjöf á sviði erfða-, fjármála, og fasteignaviðskipta. Kaffiveitingar.