Frá og með vorönn 2024 verða Krossgötur á mánudögum kl. 13. Segja má að fyrstu fyrirlestrarnir taki mið af þeim því að kosið verður til biskups nú í vor. Fjallað verður um fyrstu íslensku biskupana en þeir mótuðu kirkju og samfélag hérlendis á miðöldum. Í framhaldinu fáum við ýmis erindi sem snerta á margvíslegum þáttum í lífi fólks og samfélags. Við fræðumst um erfðamál, kínverska heilsuleikfimi, Svartfugl Gunnars Gunnarssonar og njótum góðrar tónlistar svo eitthvað sé nefnt. Svo með vorinu förum við í ferðalag, sennilega í Borgarnes þar sem við heimsækjum Landnámssetrið. Svo erum við alltaf með heitt á könnunni og rjúkandi kruðerí. Verið velkomin á Krossgötur í Neskirkju.