Messa og barnastarf sunnudaginn 19. nóvember kl. 11:00. Það ber til tíðinda að fyrrum Neskirkjuklerkur, sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og kynnir svo nýtúkomna postillu sína, Ástin, trú og tilgangur lífsins, á Torginu að messu lokinni. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngu, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón, Kristrún, Nanna og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.