Svo vel ber í veiði í útgáfumálum guðfræðinga að tveir úrvalsmenn úr þeim ranni hafa gefið út bók. Bjarni Karlsson kallar sína Bati frá Tilgangsleysi. Ljóðabók Guðmundar Brynjólfssonar heitir Hrópað úr tímaþvottavélinni. Skúli S. Ólafsson talar svo fyrir hönd lesenda og fjallar um bækurnar. Súpa verður á boðstólnum og vínlögg ef fólk vill, hvort tveggja gegn frjálsu framlagi. Þá geta gestir keypt bækur af höfundunum.