Guðsþjónusta og skírnarminning kl. 11. Fjallað verður um skírnina og viðstöddum boðið að minnast eigin skírnar við skírnarfontinn.
Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Hressing og samfélag á torginu eftir guðsþjónustuna.
Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina.