Það er komið sumar og við höfum kaffihúsamessu í safnaðarheimili Neskirkju kl. 11 eins og fyrri sumur. Setið við borð með kaffibolla og hressingu undir helgihaldinu. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng við undirleik Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ritningarlestrar dagsins leggja áherslu á að nýta auð okkar til góðs og ástunda kærleika. Það eru allir velkomnir í messu, ungir sem aldnir. Litir og blöð í boði fyrir yngstu kynslóðina.