Hátíðarmessa kl. 11 á hvítasunnudag. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Einsöngur Guðrún Lilja Kristinsdóttir og Silja Björk Huldudóttir. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og samfélag á torginu eftir messu.
Annar í hvítasunnu. Gróðurmessa kl. 18. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms. Sr. Steinunn leiðir stundina. Ávaxtatré gróðursett í garði kirkjunnar.