Skammdegisbirtu aprílmánaðar ber upp á 23. apríl, sem er ekki bara dagur bókarinnar heldur dánardagur Williams Shakespeare. Af því tilefni svífur andi stórskáldsins frá Stratford yfir vötnum. Ingibjörg Þórisdóttir doktorsnemi í þýðingafræði og félagi í Kór Neskirkju ætlar að segja okkur frá rannsóknum sínum á íslenskum þýðingum á verkum Shakespeares og kórfélagarnir Sigurþór Albert Heimisson og Silja Björk Huldudóttir flytja nokkur dæmi um orðsnilld skáldsins og þýðendanna. Kórinn mun syngja madrigala eftir samtímamenn Shakespeares og nokkrir kórfélagar syngja einsöngslög við ljóð úr verkunum. Skammdegisbirta er mánaðarleg dagskrá á sunnudagskvöldum í Neskirkju. Boðið er upp á matarmikla súpu og lögg af víni ef fólk vill. Tekið er við frjálsum framlögum.