Krossgötur þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Birgir Jóakimsson, jógakennari, stendur fyrir vikulegum samverum í Neskirkju þar sem hann leiðir strekkta samborgara í gegnum djúpslökun og núvitund. Hann ræðir þessi mál við leyfir okkur að finna á eigin skinni hversu gott það er að hvíla hugann og sálina. Samveran verður inn í kirkju en kaffiveitingar verða bornar fram að henni lokinni á Torginu.