Sunnudaginn 19. júní er messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við undirleik Steingríms Þórhallssonar, organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi og samfélag á torginu eftir messu. Litir og blöð fyrir yngstu gestina.
Textar sunnudagsins fjalla um að elska bræður okkar og systur og hvernig sá kærleikur á að birtast í verkum. Þetta er líka kvenréttindadagurinn og þess verður einnig minnst í tali og tónum. Myndin sem fylgir fréttinni er af sýningu Þrándar Þórarinssonar í safnaðarheimili Neskirkju. Hún sýnir Guðrúnu Oddsdóttur vökukonu taka á móti Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.