Fimmti saltfisksdagurinn var haldinn, föstudaginn, 19. mars kl. 12-13. Boðið var upp á grískan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Um sextíu manns mættu og hlustuðu á Borgþór Kjærnested, segja frá saltfisksamningum sem gerðir voru á 4. áratugi liðinnar aldar þar sem páfi og verðandi páfi komu að, kaþólski biskupinn á Íslandi, sendiherrar og fleiri ásamt sjálfum Mussolini. Sýndi hann ljósrit af samningi með undirritun einræðisherrans. Sjá meira um saltfiskdaga hér!