Lífið er saltfiskur. Föstudaginn 23. febrúar n.k. – og alla föstudaga til 30. mars – verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Fyrsta saltfiskdaginn, föstudaginn 23. febrúar, kom herra Karl Sigurbjörnsson í heimsókn og þann 2. mars, mun sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson vera með matargestum.
Lífið er saltfiskur. Föstudaginn 23. febrúar n.k. – og alla föstudaga til 30. mars – verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Fyrsta saltfiskdaginn, föstudaginn 23. febrúar, kom herra Karl Sigurbjörnsson í heimsókn og þann 2. mars, mun sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson vera með matargestum.
Um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var og er seldur til kaþólsku landanna, þar sem fastan hefur djúpar rætur og menn minnka kjötneyslu á föstunni í kjölfar kjötkveðjuhátíðarinnar – carnival. Tengsl föstu og saltfisks, viðskipta og trúar, eiga sér því langa sögu.
Margrét Þrastardóttir, matráðskona í Neskirkju, mun töfra fram suður-evrópska saltfiskrétti á föstunni.
Máltíðin verður seld á kr. 1.200 en af þeirri upphæð mun Neskirkja láta hluta renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Sem sagt: Saltfiskur í hádeginu á föstudögum alla föstuna.
Verið velkomin í saltfisk í Neskirkju!
Á vef Þjóðkirkunnar er viðtal við sr. Örn Bárð um Saltfiskdagana á svonefndu Vefvarpi. Smellið hér.