Klukkan 11 er hátíðarguðsþjónusta og barnastarf við upphaf aðventu og nýs kirkjuárs. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barnastarfið er í safnaðarheimilinu og er gengið beint þangað inn. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson sem leikur undir söng.
Vegna Covid ráðstafana er gert ráð fyrir að kirkjan sé þrískipt og að auki er barnastarf alfarið í safnðarheimilinu. Kirkjugestir koma inn um aðaldyr en þau sem fara í barnastarfið koma inn um dyr safnaðarheimilis. Grímuskylda á göngum og ef ekki tekst að halda metra fjarlægð.