Eru trú og list systur, flétta, eitthvað allt annað eða óskyld efni? Í opnu húsi Neskirkju, miðvikudaginn 21. febrúar, verður efnið skoðað. Pétur Pétursson, guðfræðiprófessor, mun ræða um kristin stef í íslenskri tuttugustu aldar myndlist.
Eru trú og list systur, flétta, eitthvað allt annað eða óskyld efni? Myndlistarmenn hafa um allar aldir glímt við djúpgildin og túlkað trúna með ýmsum hætti. Í opnu húsi Neskirkju, miðvikudaginn 21. febrúar, verður efnið skoðað. Pétur Pétursson, guðfræðiprófessor, mun ræða um kristin stef í íslenskri tuttugustu aldar myndlist og sýna mynddæmi. Allir velkomnir, kaffiveitingar frá kl. 15 á Torgi Neskirkju.