Neskirkja verður opin á skírdag kl. 19 – 20,  föstudaginn langa kl. 11 – 12 og páskadagsmorgun kl. 8 – 9.
Sóknarbörn eru velkominnin í kirkju til að kveikja á kerti, fá fyrirbæn eða sitja í kyrrð. Ekki verður hefðbundið helgihald en tónlist verður leikin og bænarkerti verða í forkirkju. Prestur og organisti verða á staðnum.
Að auki verða hugvekjur settar á vef kirkjunnar og fésbókarsíðuna.
Þó að samkomubann sé yfirstandandi er hægt að fá viðtal hjá prestum. Hægt er hringja eða senda tölvupóst til
sr. Skúla sími 846 6714, netfang skuli@neskirkja.is
sr. Steinunnar, sími 6622677, netfang steinunn@neskirkja.is