Samkomubann vegna COVID 19 þýðir að allt hefðbundið helgihald fellur niður meðan á banninu stendur og flest annað safnaðarstarf. Fermingar færast til hausts.
Kirkjan er samt opin 10-15 þriðjudaga til fimmudaga og 11 – 12 á sunnudögum. Sóknarbörn eru velkomin í heimsókn í safnaðarheimilið eða inn í kirkju til að kveikja á kerti, fá fyrirbæn eða sitja í kyrrð. Á sunnudögum er ekki hefðbundið helgihald en það verður tónlist og bænarkerti ef fólk vill setjast inn í kirkjuna. Prestur og organisti verða á staðnum.
Einnig er hægt að hringja í kirkjuna á opnunartíma og hringja eða senda tölvupóst til presta kirkjunnar, sr. Steinunnar, sími 6622677, netfang: steinunn@neskirkja.is og sr. Skúla sími 846 6714, netfang skuli@neskirkja.is.
Stefnt er að því að senda einnig út efni á vef kirkjunnar en það verður nánar kynnt síðar. Þá verður Neskirkja með útvarpsmessu þann 5. apríl, á pálmasunnudag.