Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 2. febrúar. Við hefjum leikinn saman inni í kirkju en svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimili. Þar verður fjör að venju undir stjórn Katrínar, Árna og Ara, sem sér um undirleik.
Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Guðspjall dagsins fjallar um ummyndunina á fjallinu.
Samfélag og hressing á torginu að lokinni messu og sunnudagaskóla.