Vorhátíð Neskirkju þann 19. maí kl. 11: Hoppukastalar, grill og gaman. Hin árlega vorhátíð er á sunnudag. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem barnakórar Neskirkju syngja. Að henni lokinni verður farið út í garðinn. Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning auk þess sem pylsur verða grillaðar ofan í gesti. Allir velkomnir!