Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf inni í kirkju. Í messunni verður boðunardegi Maríu fagnað í tali og tónum. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Í sunnudagaskólanum halda Katrín Helga Ágústsdóttir og Ari Agnarsson uppi fjörinu í söng og sögum. Sameiginleg hressing á Torginu eftir stundirnar.