Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, verður gestur okkar á Krossgötum kl 13, þriðjudaginn 2. apríl. Hún ætlar að kynna vinnu við nýja sálmabók og við munum reyna okkur við að syngja einhverja af nýju sálmunum. Að venju eru veglegar kaffiveitingar og gott spjall hluti af stundinni.