Á aðfangadag kl. 16.00 verður helgistund fyrir börn og fjölskyldur þeirra meðan beðið er eftir að jólin verði hringd inn. Stúlknakór Neskirkju syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Steingrímur Þórhallsson leikur undir söng. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina ásamt Rúnari Reynissyni og leiðtogum barnastarfsins.