Krossgötur mánudaginn 25. nóvember kl. 13.00. Heimur í orðum er handritasýning sem hefur að geyma helstu dýrgripi íslensk menningararfs, íslensku miðaldahandritin. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum. Áhersla er lögð á ríkulegt innihald handritanna, bæði texta og myndir, þar sem líf, dauði, tilfinningar og trú, völd og heiður koma við sögu. Eins er fjallað um erlend áhrif á íslenska menningu á miðöldum og um íslenska tungu en einnig hvaða spor íslenskar fornbókmenntir hafa markað í útlöndum. Sýningin er hönnuð af skoska hönnunarfyrirtækinu Studio MB. Sýningarstjóri er Sigrún Kristjánsdóttir. Textavinna og val á handritum var að mestu leyti í höndum Svanhildar Óskarsdóttur og fræðimanna af menningarsviði Árnastofnunar. Sjón er sögu ríkari.

Vefsíða sýningarinnar er hér: https://heimuriordum.is/