Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf að vanda.

Félagar úr háskólakórnum syngja og leiða söng undir stjórn og við undirleik Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er Skúli Sigurður Ólafsson.

Umsjón með sunnudagaskóla hafa sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ari Agnarsson, sem leikur undir söng. Þar verður fjallað um fugla himins og liljur vallarins í sögu, leik og söng.

Hressing og samfélag á Torginu að loknum stundunum.

Kl. 12.30 er Biblíulestur í umsjá sr. Steinunnar þar sem aðventu- og jólatextar eru skoðaðir.  Létt hressing í boði fyrir þau sem sækja biblíulesturinn sem er öllum opinn.