Krossgötur mánudaginn 14. október kl. 13.00. Bók Pétrínu Mjallar Jóhannesdóttur hefur fengið prýðilegar viðtökur en þar deilir hún af þekkingu sinni á bókum Biblíunnar og sækir í þær 103 gagnleg ráð fyrir daglegt líf. Hún fjallar um bók sína á Krossgötum í Neskirkju og leiðir samtalið yfir kaffibolla og meðlæti.