Námskeið um Biblíuna, sögu og samsetningu, verður í Neskirkju sunnudagana 13. og 20. október kl. 12.30.  Námskeiðið er í umsjón dr. Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur, prests í Neskirkju. Þar verður farið yfir Biblíuna, samsetningu hennar og sögu. Námskeiðið hefst að lokinni messu. Súpa og kaffi eru í boði fyrir námskeiðsgesti við upphaf þess.