Á fyrsta Krossgötuerindi haustsins, mánudaginn 9. september kl. 13:00, fjallar dr. Hjalti Hugason um Þórhall Bjarnarson, fyrsta 20. aldarbiskupinn á Íslandi. Áhersla verður lögð á viðleitni hans til að færa kirkjuna til nútímalegra horfs en verið hafði sem og afstöðu hans til breytts sambands ríkis og kirkju. Sérstök áhersla verður lögð á almennu prestastefnurnar sem hann kallaði til 1908 0g 1909.