Sunnudaginn 8. september hefst sunnudagaskólinn í Neskirkju. Þema vetrarins er Við erum Friðflytjendur. Börnin fá fallega bók með sögum og hugleiðingum og í hana safna þau límmiðum í vetur.
Að venju hefst sunnudagaskólinn inni í kirkjunni en eftir sameiginlega byrjun færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem leikir og söngur fléttast biblíusögum og föndri. Þar mun Kristrún Guðmundsdóttir leiða stundina með aðstoð séra Steinunnar, Karenar, Karólínu og Birnu. Ari Agnarsson leikur snilldarlega undir eins og fyrri ár.
Inni í kirkju þjónar sr. Skúli og predikar. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallsonar, organista. Meðhjálpari er Rúnar Reynisson.
Að loknu helgihaldi og sunnudagaskóla er hressing og samfélag fyrir alla á torginu í safnaðarheimilinu.