Sunnudaginn 25. ágúst kl. 11 verður messa þar sem horft er til náttúrunnar og sköpunarinnar í tali og tónum. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari og sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar.
Að messu lokinni fara fermingarbörn og foreldrar þeirra með starfsfólki upp í Heiðmörk þar sem gróðursettar verða birkihríslur, ein fyrir hvert fermingarbarn.