„Prjónamessa“ – verður haldin í Neskirkju kl. 11, sunnudaginn 28. júlí. Slíkar guðsþjónustur hafa verið haldnar árlega í nokkur ár. Félagar úr prjónahóp kirkjunnar aðstoða við helgihaldið sem verður í safnaðarheimili kirkjunnar. Messugestir sitja við borð og boðið er upp á kaffi, te og vatn auk kirkjukexins góða meðan á helgihaldi stendur. Sumir hafa prjóna eða aðra handavinnu. Litir og myndir í boði fyrir yngsta fólkið. Verið öll hjartanlega velkomin, með eða án prjónanna.