Krossgötur mánudaginn 18. mars kl. 13.00. Fastur liður í starfi Krossgatna er að fá til okkar þetta afburða tónlistarfólk sem leikur og kynnir fyrir okkur ýmis tónverk. Tríó Vest mynda þessar tónlistarkonur: Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla, Victoria Tarevskaia selló, Áslaug Gunnarsdóttir píanó. Þær spila fyrir okkur 2 kafla úr Brahms píanótríó, Tango eftir A. Piazzolla og 3 lög eftir Sigfús Halldórsson. Allir velkomnir. Kaffiveitingar.